Speed Shorts 4.0
Ný útfærsla á hinum þekktu Speed Shorts frá SOAR. Þessar buxur búa yfir einstökum efniseiginleikum og er útfærslan, á annars einfaldri flík, án hliðstæðu á markaðnum. Þessar buxur sameina létt efni og þægindi með góðum stuðning við vöðva.
Ólíkt flestum compression efnum á markaðnum sem eru úr micro-prjóni þá eru þessar buxur frá SOAR gerðar úr ofnu compression efni.
SOAR byggir gæði vara sinna á nánu samstarfi við bestu performance-efnisframleiðendur í heimi. Efnið, framleitt í Frakklandi, er framúrskarandi létt, andar vel og veitir góðan stuðning.
Speed Shorts voru þróaðar í samstarfi við atvinnuíþróttafólk hefur SOAR gengið langt á eftir hverju smáatriði. Þar ber helst að nefna; endar á skálmunum eru laser-skornir, ekki uppábrotnir og falla því þétt að lærum án þess að þrengja að. Prentað silicon mynstur neðst innan á skálmum sem kemur í veg fyrir að buxurnar skríði upp lærin. Að aftan er nettur renndur vasi sem heldur síma eða nokkrum gelum. Einnig er endurskin í merkjum fyrir skammdegið.
Eiginleikar
Aðrar upplýsingar
Stærðir
-Laser-skornir kantar á skálmum, ekki uppábrotnir.
-Prentað silicone mynstur á nokkrum stöðum innan á buxum, heldur þeim vel.
-Minimal og þægileg mittisteygja tryggir að buxurnar sitji vel.
-Tveir innri vasar.
-Efni með góða öndun.
-Endurskin í merkjum og köntum.
Efni
71% PA, 29% EL
Meðhöndlun
Má setja í þvottavél 30°C
Má strauja: 1 punktur
Hengið upp til þerris
Ekki nota klór
Í vafa um stærðir? Hafðu samband hér
Mittismál cm | |
XS | 66 - 73.5 |
S | 73.5 - 78.5 |
M | 78.5 - 84 |
L | 84 - 90 |
XL | 90 - 94.5 |