Translation missing: en.general.navigation.skip_to_content

Persónuverndarstefna

útgáfa 16.05.2022

Hér er að neðan er að finna upplýsingar um þá vinnslu persónuupplýsinga sem fer fram þegar þú notar eða verslar í netverslunni okkar TOPPAR  -toppar.is

TOPPAR
er rekin af
UPP Á TOPP ehf,
kt 480720-1480,

Póstfang:
Njörvasundi 26,
104 Reykjavík.
info@toppar.is


UPP Á TOPP ehf er ábyrgðaraðili á meðferð og öryggi upplýsinganna og hlítir lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. 
Fyrirtækið hefur skipaðan persónuverndarfulltrúa og hafir þú erindi er snýr að persónuverndarstefnu fyrirtækisins bendum við á netfangið: info@toppar.is

Persónuverndarstefna okkar gildir um allar þær persónugreinanlegar upplýsingar sem fyrirtækið kann að safna gegnum vef okkar eða með öðrum samskiptum, hvort sem rafrænum eða á prenti.
Við reynum eftir fremsta megni að takmarka alla vinnslu á persónugreinanlegum upplýsingum og skráum ekki né geymum ónauðsynlegar upplýsingar um viðskiptavini okkar. Þær persónulegu upplýsingar sem við skráum eru aðeins þær sem eru okkur nauðsynlegar í þeim tilgangi að geta þjónustað viðskiptavini okkar.

-

Þegar þú nýtir þér vef okkar – www.toppar.is - þá getur þú þurft að gefa upp tilteknar upplýsingar s.s nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang, símanúmer, greiðsluupplýsingar.
Einnig verða til upplýsingar um heimsókn þína s.s landfræðilegar upplýsingar, tungumálastillingar, vafrastillingar og IP tala.

TOPPAR hefur ekki aðgang að kortaupplýsingum sem gefnar eru upp í viðskiptum við netverslunina okkar toppar.is. Allar kortagreiðslur fara um örugga greiðslusíðu hjá SaltPay (áður Borgun.ehf -borgun.is), sem er utan okkar vefsvæðis og framkvæmdar í vottuðu umhverfi sem uppfyllir PCI DSS öryggisstaðal.

Við notkun greiðslumáta frá Pei eða Netgíró er viðskiptaaðilli fluttur á vefsvæði viðkomandi aðila til að ganga frá skráningu og greiðslufyrirkomulagi.

TOPPAR notast við SSL skírteini sem tryggir öryggi í gagnaflutningi og samskiptum. Það tryggir að utanaðkomandi aðilar geta ekki komist inn í upplýsingar og gögn sem streyma frá notendum vefsins. 

TOPPAR notast við vefumsjónakerfi Shopify (shopify.com).

TOPPAR notar einnig samfélagsmiðlana Instagram og Facebook fyrir auglýsingar og samskipti og geta viðskiptavinir nýtt sér þá samskiptaleið til að hafa samband við okkur á óformlegarn hátt. Söfnun gagna tengdum Instagram og Facebook heyrir undir notkunnarskilmála ofangreindra miðla.

TOPPAR notar vafrakökur (e. cookies) til að greina umferð um vef okkar og safna tölfræðilegum upplýsingum um notkun vefsvæðisins og eru einungis nýttar til að þróa og bæta þjónustu vefsins. Upplýsingarnar eru ekki persónugreinanlegar.

Í flestum vöfrum er hægt að breyta öryggisstillingum svo að þeir taki ekki á móti kökum. Einnig á að vera hægt að eyða þeim. Nánari upplýsingar um hvernig það er gert má finna í stillingum flestra vafra. 

-

Allar upplýsingar sem verða til í samskiptum við viðskiptavini okkar, hvort sem persónugreinanlegar eða almennar er ekki miðlað áfram til þriðja aðila, nema í eftirtöldum tilvikum:
-Bókhaldsgögn eru afhent innlendum endurskoðendum okkar eftir því sem þeir kunna að óska eftir, lögum samkvæmt.
-Við áskiljum okkur rétt til að hlíta fyrirmælum þar til bærra íslenskra dómstóla og eftirlitsstofnana um afhendingu gagna, þar á meðal þeirra sem kunna að innihalda persónuupplýsingar.

-

Sem skráður viðskiptavinur hjá okkur hefur þú alltaf rétt til að fá innsýn í hvaða upplýsingar eru skráðar um þig og andmæla skráningu. Þú hefur þessi réttindi í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Og hafir þú fyrirspurn í tengslum við þetta má beina þeim til okkar í tölvupósti: info@toppar.is
Að auki má nálgast ítarlegra efni á vef Persónuverndar: https://www.personuvernd.is/