Translation missing: en.general.navigation.skip_to_content

Skil á vöru

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur 

Þegar þú verslar hjá okkur hefur þú 14 daga skilafrest og býðst þér að fá vöru endurgreidda eftir neðangreindum skilmálum, inneign eða skipt fyrir aðra vöru. Það er þér að kostnaðarlausu að skila vöru til okkar.

Skilafrestur byrjar að telja frá þeim tímapunkti þar sem kaupandi fær vöru afhenda, eða síðasta hluta vörupöntunarinnar afhendan. Ef frestur rennur út á helgidegi, færist frestur til næsta virka dags. Ekki er hægt að hætta við vörukaup, eða að álíta vöru sé skilað með því að neita að taka við sendingu.

Mjög mikilvægt er að hafa samband við okkur skriflega á netfangið info@toppar.is innan frests og tilkynna skil á vöru og framvísa pöntunarstaðfestingu eða kvittun fyrir kaupum.
Við staðfestum þá skilakröfu þína og sendum til þín nánari upplýsingar um hvernig nálgast má skila-póstburðarmiða sem þú setur utan á pakkann og getur póstlagt frítt á næsta afhendingarstað Dropp eða pósthús (utan höfuðborgarsvæðis).

Það er mikilvægt að varan sé send til okkar innan 14 daga frá því að tilkynnt var um skil. Kaupandi ber ábyrgð á því að koma vöru til skila.
Þegar við höfum móttekið skilavöru sendum við þér staðfestingu á móttöku og framkvæmum endurgreiðslu, inneign eða tiltekt á nýrri vöru. Endurgreiðsluferlið getur tekið 1-5 virka daga. Endurgreiðsla er bundin við við sama greiðslumáta og notaður var við upphaflegu viðskiptin.

Nauðsynlegt er að varan sé í upprunalegum og óskemmdum umbúðum og ástandi. Kaupandi berð ábyrgð á rýrnun á verðmæti hlutarins sem stafar af annarri meðhöndlun en því sem nauðsynlegt er til að ákvarða eðli hlutarins, eiginleika hans og hvernig hann virkar. Með öðrum orðum - þú getur prófað hlutinn á sama hátt og ef þú prófaðir hann í eiginlegri verslun, án þess að taka hann í notkun. 

Við metum ástand vöru við vöruskil og hvort hún sé endursöluhæf og áskiljum við okkur rétt til að endurgreiða vöruverð með afskriftum eða hafna vöruskilum.
Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur.