translation missing: en.general.navigation.skip_to_content

Skil á vöru

Hjá okkur er 14 daga skilafrestur og býðst þér að fá vöru endurgreidda, inneign eða skipt fyrir aðra vöru.
Hafa skal samband við okkur skriflega á netfangið info@toppar.is innan frests og tilkynna skil á vöru og framvísa pöntunarstaðfestingu eða kvittun fyrir kaupum.

Við staðfestum þá skilakröfu þína og sendum til þín póstburðarmiða frá Dropp eða Póstinum sem settur er utan á pakkann og getur þú þá póstlagt frítt á einum af afhendingarstöðum Dropp eða á næsta pósthúsi (utan höfuðborgarsvæðisins).

Kaupandi ber ábyrgð á því að koma vöru til skila.
Nauðsynlegt er að varan sé í upprunalegum og óskemmdum umbúðum og ástandi.

Þegar við höfum móttekið skilavöru sendum við þér staðfestingu og framkvæmum endurgreiðslu eins fljótt og auðið er.
-sjá ítarlegri upplýsingar í skilmálum.