Skilmálar
útgáfa 09.04.2023
- Almennt
- Greiðsla
- Verð
- Pöntun vöru
- Sérpantanir
- Afhendingarskilmálar
- Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
- Ábyrgð
- Öryggi
- Lög um varnarþing
Almennt
Verslunin TOPPAR / toppar.is er aðeins til sem netverslun og er rekin af
UPP Á TOPP ehf
vsk: 138177
kt: 480720-1480
bankauppl: 0515-26-008252
-
Póstfang:
Njörvasund 26
104 Reykjavík
sími: 6907760
info@toppar.is
Greiðsla
Eftirfarandi greiðslumátar eru í boði
- Greiðslukort frá VISA, VISA Electron, Mastercard, Maestro.
- Netgíró
- Pei
- Einnig er hægt að greiða með millifærslu á reikning 0133-26-000396 – kt:480720-1480, sé það tekið fram við frágang á pöntun og greiðslustaðfesting send á info@toppar.is
Við millifærslu skal ganga frá greiðslu innan 24 tíma frá pöntun, annars ógildist pöntunin.
Allar kortagreiðslur fara fram í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Teya.com (áður SaltPay/Borgun), framkvæmdar í vottuðu umhverfi sem uppfyllir PCI DSS öryggisstaðal.
Verð
Öll verð í netverslunni toppar.is eru sýnd í íslenskum krónum (ISK) með álögðum 11/24% virðisaukaskatti (VSK). Það verð gildir sem kemur á pöntunarstaðfestingu kaupanda hverju sinni. Heildarkostnaður við kaup á vöru er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun. Ef um sérpöntun er að ræða gilda ákvæði um sérpantnir, sjá nánar kafla um sérpantir hér að neðan.
Allar upplýsingar á vefnum toppar.is eru með fyrirvara um prentvillur, myndbrengl, verðbreytingar og birgðastöðu í netverslun eða í öðrum miðlum. Áskiljum við okkur rétt til að fella niður pöntun ef við teljum að upplýsingar um vöru hafi verið rangar.
Upplýsum við viðskiptavini okkar um allar breytingar á pöntun eins fljótt og auðið er. Ef vörur reynast ekki til á lager, bjóðum við upp á að hún verði send þegar hún verður aftur fáanleg eða endurgreiðum vöruna sé þess óskað, hafi greiðsla farið fram.
Pöntun vöru
Þegar gengið hefur verið frá pöntun sendum við þér pöntunarstaðfestingu á það netfang sem gefið var upp í pöntunarferlinu. Við hvetjum þig til þess að kanna hvort að pöntunarstaðfesting hafi borist frá okkur og hvort hún sé í samræmi við pöntunina þína.
Sérpantanir
Sérpantanir eru eins og hefbundin vörukaup á síðunni þó með þeim fyrirfara um að varan sé til á lager hjá viðkomandi framleiðanda. Gefum við okkur 24 tíma til að staðfesta pöntunina. Greitt er fyrir vöruna í heild sinni við pöntun.
Sé vara ekki til höfum við samband við fyrsta tækifæri og endurgreiðum við vöruna n.k virka dag, hafi greiðsla farið fram.
Sendingartími á sérpöntunum getur verið mismunandi en yfirleitt eru það 5 - 10 virkir dagar. Nánari upplýsingar um sendingartíma er tekinn fram í vörulýsingartexta tiltekinnar vöru.
Sendingarkostnaður leggst ofan á verð vörunnar nema að annað sé tekið fram í vörulýsingartexta tiltekinnar vöru og sendum við innborgunarbeiðni til viðskiptavinar þegar varan er tilbúin til afhendingar.
Skilaréttur viðskiptavina eru að öllu óbreyttur að því undanskildu að sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur.
Afhendingarskilmálar
Við afgreiðum allar pantanir innan 24 tíma og fara sendingar frá okkur daglega.
Afhendingartími er mismunandi eftir völdum sendingarmáta en er að jafnaði 1-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað.
Sendingarkostnaður: Kostnaður er breytilegur eftir völdum sendingarmáta og þyngd en fellur niður sé verslað fyrir meira en tilgreinda lámarksupphæð
-sjá nánar um verð og sendingarmáta undir gildandi verðskrá
Við afhendingu vöru gilda afhendingar- ábyrgðar og flutningsskilmálar valins flutningsaðila. Samkvæmt þessu ber kaupandi alla ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru eftir að hún hefur verið póstlögð. Við ábyrgjumst þó að varan mun vera vandlega pökkuð inn.
Allt vöruframboð okkar á uppruna af lager á Íslandi að undanskildum sérpöntunum.
Eins og er þá sendum við aðeins vörur innan Íslands.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Þegar þú verslar hjá okkur hefur þú 14 daga skilafrest og býðst þér að fá vöru endurgreidda eftir neðangreindum skilmálum, inneign eða skipt fyrir aðra vöru. Það er þér að kostnaðarlausu að skila vöru til okkar. Skilafrestur byrjar að telja frá þeim tímapunkti þar sem kaupandi fær vöru afhenda, eða síðasta hluta vörupöntunarinnar afhendan. Ef frestur rennur út á helgidegi, færist frestur til næsta virka dags. Ekki er hægt að hætta við vörukaup, eða að álíta vöru sé skilað með því að neita að taka við sendingu.
Mjög mikilvægt er að hafa samband við okkur skriflega á netfangið info@toppar.is innan frests og tilkynna skil á vöru og framvísa pöntunarstaðfestingu eða kvittun fyrir kaupum.saltpayVið staðfestum þá skilakröfu þína og sendum til þín nánari upplýsingar um hvernig nálgast má skila-póstburðarmiða sem þú setur utan á pakkann og getur póstlagt frítt á næsta afhendingarstað Dropp eða pósthús (utan höfuðborgarsvæðis).
Það er mikilvægt að varan sé send til okkar innan 14 daga frá því að tilkynnt var um skil. Kaupandi ber ábyrgð á því að koma vöru til skila.
Þegar við höfum móttekið skilavöru sendum við þér staðfestingu á móttöku og framkvæmum endurgreiðslu, inneign eða tiltekt á nýrri vöru. Endurgreiðsluferlið getur tekið 1-5 virka daga. Endurgreiðsla er bundin við við sama greiðslumáta og notaður var við upphaflegu viðskiptin.
Nauðsynlegt er að varan sé í upprunalegum og óskemmdum umbúðum og ástandi. Kaupandi berð ábyrgð á rýrnun á verðmæti hlutarins sem stafar af annarri meðhöndlun en því sem nauðsynlegt er til að ákvarða eðli hlutarins, eiginleika hans og hvernig hann virkar. Með öðrum orðum - þú getur prófað hlutinn á sama hátt og ef þú prófaðir hann í eiginlegri verslun, án þess að taka hann í notkun.
Við metum ástand vöru við vöruskil og hvort hún sé endursöluhæf og áskiljum við okkur rétt til að endurgreiða vöruverð með afskriftum eða hafna vöruskilum.
Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur.
Ábyrgð
Ábyrgð okkar sem seljanda er í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ef svo leiðinlega vill til að vara reynist gölluð eða eitthvað vantar í vöruna bjóðum við kaupanda að senda vöruna tilbaka endurgjaldslaust í skiptum fyrir nýja vöru eða endurgreiðslu.
Tilkynning á galla verður að berast okkur skriflega á netfangið info@toppar.is. og verður pöntunarstaðfesting eða kvittun fyrir kaupum að fylgja.
Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru og fellur jafnframt niður ef rekja má bilun til rangrar meðferðar á vöru.
Öryggi
Við sem seljandi höfum ekki aðgang að kortaupplýsingum sem gefnar eru upp í viðskiptum við netverslunina okkar toppar.is. Allar greiðslur fara um örugga greiðslusíðu hjá SaltPay - saltpay.co (áður Borgun.ehf borgun.is), sem er utan okkar vefsvæðis og framkvæmdar í vottuðu umhverfi sem uppfyllir PCI DSS öryggisstaðal (Payment Card Industry Data Security Standard).
Vefurinn toppar.is notast við SSL skírteini sem tryggir öryggi í gagnaflutningi og samskiptum. Það tryggir að utanaðkomandi aðilar geta ekki komist inn í upplýsingar og gögn sem streyma frá notendum vefsins.
Lög um varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur UPP Á TOPP ehf. á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.