Dual Run Shorts 3.0
Dual Run Shorts frá SOAR eru tveggja laga hlaupastuttbuxur sem notast við framistöðu-efni úr SOAR Elite línunni. Ytra lagið er mjög létt og rúmt og nær niður á mið læri. Innra lagið úr ofnu efni með léttum compression eiginleikum. Þarna notast SOAR við sömu frábæru eiginleika og efnistækni og ELITE Speed Shorts buxurnar.
Þétt en þægilegt passfrom samhliða góðum stuðning við lærvöðva.
Frágangurinn er allur til að minnka vigt og óþarfa sauma og eru því kantar á ytra og innra lagi laser skornir en ekki uppábrotnir og efnissamskeyti límd slétt. Þetta kemur í veg fyrir nudd vandamál jafnvel á mjög löngum leiðum. Endurskin í smáatriðum aðstoða við sýnileika í skammdeginu og að sjálfsögðu er góður renndur vasi fyrir það nauðsynlegasta, gel eða síma.
Fullkomnar stuttbuxur fyrir endalausa stíga ultra hlaupsins þar sem þægindi yfir langan tíma er afgerandi eða morguntúrinn eftir erfitt hlaup þegar lærin hafa gott af smá stuðning. Dual Run Shorts er fjölhæf hlaupaflík sem er nauðsynleg viðbót við fataskáp hlauparans sem hleypur allt árið.
Eiginleikar
Aðrar upplýsingar
Stærðir
-Endurskin í merkjum og smáatriðum
-Límd og sléttuð samskeyti
-Laser-skornir kantar á skálmum og loftgöt á sitthvorri hlið.
-Langt innra lag úr compression efni.
-Renndur vasi að aftan fyrir gel eða síma
Efni
Ytra lag 84% PA 16% EL
Innra lag 78% PA 22% EA
Meðhöndlun
Má setja í þvottavél 30°C
Má strauja: 1 punktur
Ekki setja í þurrkara
Ekki setja í hreinsun
Ekki nota klór
Mittismál cm | |
XS | 66 - 73.5 |
S | 73.5 - 78.5 |
M | 78.5 - 84 |
L | 84 - 90 |
XL | 90 - 94.5 |
Lengd á innsaumi stærð S -Ytra lag 12 cm.
Lengd á innsaumi stærð S -Innra lag 25 cm.
Hlauparinn á myndunum hér fyrir neðan er 173 cm á hæð, mittismál 74 cm (29") klæðist stærð S