Dual-Fabric Tights 3.0
Hjá Soar eru hlutir í stöðugri þróun og er hér komin þriðja útgáfan af Dual-Fabric Tights þar sem áherslan hefur verið að geta æft þægilega í meiri kulda.
Sérstaklega hentugar fyrir æfingar yfir dimmustu mánuðina þar sem þær búa yfir mörgum góðum eiginleikum meðal annars compression í efni sem heldur blóðinu á hreyfingu og stórum endurskinnsmerkjum svo þú sjáist vel.
Samansettar úr tveimur ólíkum efnum. Yfir læri er teygjanlegt ítalskt efni sem hefur verið gert ögn þykkara til að þola fleiri mínus gráður. Í neðri hluta er ofið franskt compression efni sem teygir sig upp á bakvið hné fyrir aukin þægindi. Rúmur renndur vasi að aftan svo hægt sé að koma fyrir stærri símum eða meiri orku á lengri túrum.
Hér eru þægindin tryggð með sléttum límdum samskeytum á lykil stöðum ásamt því að efnin búa yfir frábærum öndunareiginleikum. Nettur rennilás með silicone gripi á skálmum sem gerir að buxurnar sitja þétt og vel við ökklann og auðvelt er að komast í úr.
Dual-Fabric Tights 3.0 koma í nokkrum útfærslum, tvær svartar þar sem önnur er með fleiri og stærri endurskinnsmerkjum sem og ein með blöndu af gráu.
Fáið innsýn í hönnunarferlið í viðtali við Tim Soar um Dual Fabric Tights 3.0 hér.
Eiginleikar
Aðrar upplýsingar
Stærðir
-Góðir comression eiginleikar
-Slétt límd samskeyti á lykil stöðum fyrir þægindi
-Rúmgóður renndur vasi að aftan
-Efni með góða öndun.
-Endurskin í merkjum og köntum.
Efni
Efri hluti 80% PA, 20% EL
Neðri hluti 52% PA, 48% EL
Meðhöndlun
Má setja í þvottavél 30°C
Má strauja: 1 punktur
Hengið upp til þerris
Ekki nota klór
Í vafa um stærðir? Hafðu samband hér
Mittismál cm | |
XS | 66 - 73.5 |
S | 73.5 - 78.5 |
M | 78.5 - 84 |
L | 84 - 90 |
XL | 90 - 94.5 |