Rover Pack Tech
Rover Pack Tech er tæknilega útfærslan á hinum klassíska poka frá Topo Designs. Þetta er vandaður og fjölhæfur 24 lítra poki gerður úr slitsterku 1000D nylon efni með vatnsvöruðum rennilásum og riffluðu baki.
Renndir ytri vasar að framan og í loki með góðu plássi fyrir smærri hluti. Rúmgott aðal hólf með vasa sem passar fyrir flestar 15" fartölvur og aðgengilegt frá hlið. Stækkanlegir hliðarvasar fyrir m.a vatnsflöskur eða aukabúnað. Frábær poki fyrir dagstúra á fjöllum eða fyrir hversdaginn í skóla og vinnu.
Eiginleikar
Aðrar upplýsingar
Stærðir
-Stórt innra hólf, lokað með stillanlegri snúru
-Toplok með klemmu-festingu og stórum renndum vasa
-Fóðraður innri vasi sem passar fyrir flestar 15" fartölvur aðgengi frá hlið
-Stór ytri renndur vasi neðst á poka
-Stillanlegir hliðarvasar
-Stillanlegir nylon borðar á hliðum til að þétta pokann að innihaldinu
-Sterkt griphald ofan á
-Daisy Chain nylon lykkjur að framan
-Þægilegt RidgeBack™️ riflað efni í baki
-Þykkar og sterkar axlarólar með möskvaefni
-Heavy-duty vatnsvarðir YKK rennilásar
Efni
1000D nylon
Stærð 43 × 28 x 13 cm
Rúmmál 24,3 lítrar
Módel Rover Pack Tech