Mountain Duffel 40L
Mountain Duffel frá Topo Designs er allhliða búnaðartaska sem gleypir allt, hvort sem það eru skíðaskórnir og fjallabúnaðurinn eða hálfan fataskápinn þegar fara á í löng ferðalög. Sterkbyggð úr 1680D/1000D slitsterku nylon efni með þykkum bólstruðum botni og hliðum. Mikið af vösum bæði innri og ytri með vatnsvörðum YKK rennilásum.
Eiginleikar
Aðrar upplýsingar
Stærðir
-Stórt innra hólf
-Stór innri netavasi
-Tví-renndir ytri vasar.
-Bólstraður botn og hliðar
-Bólstruð axlaról sem hægt er að taka af
-Bakpokaólar sem hægt er að pakka saman
-Fjöldi stillanlegra óla sem hægt er að pakka niður
-Sterkt griphald ofan á og á hlið
-Heavy-duty plast í festingum og vatnsvarðir YKK rennilásar
Efni
1680D ballistic nylon í botni, 1000D/400D nylon ytra, 210D nylon innri fóðring
Stærð 56 × 28 x 25 cm
Rúmmál 40 lítrar
Módel Mountain Duffel 40L