






Zero Day "Hike Trek Crew" – Merino-ull
Hærri útgáfan af HIKER TRASH sokkunum sem henta mjög vel sem göngusokkar.
Gerðir úr þvegni merino-ull og nylon garni sem gefur sokkunum teygjanleika og betri endingu. Merino-ullin veitir vel burtu raka og heldur því þægilegu hitastigi á fótunum.
Efnið hefur meiri þykkt í garni á undirfæti fyrir aukin þægindi ásamt 3D prjónastrúktúr yfir rist og ökkla sem heldur sokknum vel á sínum stað.
ZERO DAY sokkarnir þola langa daga uppi á fjalli.
Ryosuke Kawato, einnig þekktur sem HIKER TRASH og SKETCH, er göngugarpur sem hefur lokið America's Triple Crown of Hiking, en einnig þekktur teiknari og rithöfundur. HIKER TRASH sokkarnir eru útkoma samvinnu Kawato og ROTOTO. Hvert par í þessari röð er hannað með því að sameina reynslu hans og sérþekkingu ROTOTO til að skapa þægilega og praktíska göngusokka. Með hverju sokkapari fylgir karabínina frá ROTOTO til að henga parið þitt til þerris á línu eða utan á bakpokann.
Japanska merkið Rototo framleiðir hágæða vefnaðarvörur í Nara héraði í Japan. Byggir framleiðslan mikið á sögulegri handverkshefð svæðisins.
Með samþættingu besta mögulega efnisvals, sjaldgæfs vélabúnaðar og færni handverksfólksins skapar Rototo einstakar vörur.
Vörur sem Japanir álíta að lyfti hversdeginum.
Aðrar upplýsingar
Stærðir
Efni
79% WOOL, 13% POLYESTER, 5% NYLON, 3% POLYURETHANE
Stærð | S | M | L |
CM |
23 - 25 | 25 - 27 | 27 - 29 |
EU skóstærð |
36 - 40 | 40 - 43 | 43 - 46 |